Deildarfundir

Í hverri deild félagsins skal halda fund að minnsta kosti einu sinni á ári, aðalfund og deildarfundi, ef fulltrúum þykir ástæða til, eða þeir fá um það rökstudd tilmæli helmings þeirra manna, sem í deildinni eru.

Á aðalfundi deildanna skal kjósa deildarstjóra og varadeildarstjóra, aðal- og varafulltrúa fyrir deildina samkvæmt 2. mgr. 7. gr., samþykkta Auðhumlu svf., ræða sérmál deildarinnar og félagsins í heild, gera ályktanir um mál, sem félagið varða og koma eiga fyrir næsta fulltrúaráðsfund.

Deildarstjóri skal kalla saman deildarfundi og stýra þeim ef ekki er kosinn sérstakur fundarstjóri.  Deildarstjóri skal þegar að afloknum aðalfundi deildar senda aðalskrifstofu félagsins fundargerðina og tilkynningu um fulltrúakjör (kjörbréf), svo að skrá um fulltrúa geti legið fyrir í byrjun aðalfundar fulltrúaráðs.  Heimilt er deildum að sameinast um aðalfundi sína og aðra deildarfundi.  Á aðalfundi deildanna skal jafnan mæta framkvæmdastjóri félagsins eða fulltrúi hans og/eða fulltrúi úr stjórn og gera grein fyrir rekstri félagsins og kynna afkomu liðins árs.  Þar skal jafnframt mæta forstjóri eða fulltrúi forstjóra Mjólkursamsölunnar ehf. og gera grein fyrir rekstri félagsins og afkomu.

Á aðalfundi hverrar deildar skal liggja frammi skrá um félaga í deildinni.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242