15. júní 2021

Sýnatökumál og úrvinnslur þeirra

Á aðalfundi Auðhumlu þann 11. júní sl. voru umræður um sýnatökur og rætt um nauðsyn þess að mæla hvert hlass sem sent er í afurðastöð. Reyndar hefur það verið á stefnuskrá Auðhumlu að mæla og greiða fyrir hvert hlass, en Covid o.fl. hefur hamlað því að það yrði að veruleika þar til nú. Fyrsti áfangi þess mun hefjast í lok sumars. En stefnt er að því að mæla líftölu í hvert sinn sem sótt er mjólk til framleiðanda.

Undirbúningsvinna er hafin með það að markmiði að þetta verði komið í gagnið í september.

Þá er einnig stefnt að því að bændavefurinn geti birt flest allar mælingar sem RM gerir s.s. fangpróf og b-gerla auk auksýna líftölu.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242