Fulltrúaráð

Fulltrúaráð er kosið þannig að á aðalfundi hverrar deildar Auðhumlu skulu fyrst kjörnir deildar- og varadeildarstjóri til eins árs í senn.  Deildarstjórinn verður sjálfkrafa einn af fulltrúum deildarinnar í fulltrúaráðinu.  Kjósa skal einn fulltrúa til eins árs í senn fyrir hver 12 innleggsnúmer deildarinnar og brot af þeirri tölu, þannig að ef innleggsnúmer deildarinnar eru 12 eða færri skal fulltrúinn vera einn (þ.e. deildarstjórinn, sbr. það sem að framan sagði), tveir ef innleggsnúmerin eru 13-24 o.s.frv.  Talning virkra innleggsnúmera skal miðuð við 31. desember næsta árs fyrir aðalfundi deildanna.

Fulltrúar allra félagsdeildanna mynda fulltrúaráðið og þeir einir fara með atkvæði á fulltrúaráðsfundum.  Fulltrúaráðið kýs stjórn félagsins og varamenn í stjórn, svo og skoðunarmenn og varamenn þeirra, ásamt endurskoðanda. 

Fulltrúalisti Auðhumlu 2023

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242