Stjórnarhættir Auðhumlu

Reglur um stjórnarhætti sem félagið fylgir eða ber að fylgja samkvæmt lögum og hvar slíkar reglur eru aðgengilegar almenningi.

Reglur og viðmið sem farið er eftir eiga sérstaklega við um þá tegund rekstrar sem félagið er í.
Félagið starfar á grundvelli laga nr. 22/1991 um samvinnufélög.

Félaginu ber ekki lagaleg skylda til að fylgja reglum um stjórnarhætti fyrirtækja en stjórn félagsins hefur samt sem áður birt starfsreglur stjórnar sem hafa til hliðsjónar 6. útgáfu leiðbeininga Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland um stjórnarhætti fyrirtækja. Starfsreglur stjórnar eru uppfærðar reglulega.

Gildandi starfsreglur voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins þann 05. mars 2024.

Starfsreglur stjórnar Auðhumlu svf.

Lýsing á helstu þáttum innra eftirlits og áhættustjórnun félagsins.

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir innra eftirliti félagsins til að lágmarka áhættu á svikum og villum í starfsemi félagsins, meta helstu áhættur í starfsemi þess og hafa eftirlit með þeim. Stjórn skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Verkferlar hafa verið settir upp innan félagsins auk reglna um aðgreiningu starfa. Þá hafa verið settar verklagsreglur sem eiga að tryggja eftirlit með tekjuskráningu og rekstrarkostnaði. Regluleg uppgjör eru unninn og lögð fyrir stjórn félagsins.

Stefna félagsins um samfélagslega ábyrgð og siðferðisviðmið.

Félagið hefur sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og siðferði. Nánari upplýsingar um framangreind atriði má finna með því að smella hér.

Samsetning og starfsemi stjórnar, framkvæmdastjórnar og undirnefnda stjórnar.

Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Hún er skipuð sjö einstaklingum sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn félagsins helstu málefnum félagsins milli aðalfunda og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja manni. Undirskrift fjögurra stjórnarmanna skuldbindur félagið. Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra félagsins og fer hann með daglegan rekstur félagsins.

Fyrirkomulag skipunar nefndarmanna tilnefningarnefndar.

Félagið er samvinnufélag og ekki þykir nauðsynlegt að starfrækja tilnefningarnefnd.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242