Mikilvægi forkælingar
Forkælingin á mjólk úr mjaltakerfum er mjög mikilvæg. Mestu áhrifin eru á heildarlíftölu í mjólkinni.
Hitastig mjólkurinnar þegar hún kemur í tankinn getur farið í 7-11?C með forkælingu í stað 28-30?C án forkælingar. Rekstraröryggi eykst og getur í sumum tilvikum bjargað innihaldi tanksins verði tímabundið kælirof.
Orkusparnaður er ótvíræður og minnkar álag á kælibúnað tanksins.