Þjónusta við félagsmenn
Mjólkurframleiðendur geta orðið félagsaðilar að Auðhumlu svf. leggi þeir að staðaldri inn mjólk í einhverja af afurðastöðvum félagsins. Lögaðilar og einstaklinga, þ.m.t. aðilar félagsbúa og þeir sem samskattaðir eru vegna mjólkurframleiðslu, geta orðið félagsaðilar.
Með því að gerast félagsmenn njóta mjólkurframleiðendur ýmissa fríðinda. Þannig eru t.d. mjólkurflutningar í dag niðurgreiddir fyrir félagsmenn. Félagsmönnum stendur til boða lánafyrirgreiðsla vegna kaupa á mjólkurtönkum.
Þeir fjármunir sem félagsmenn leggja fram í stofnsjóð hafa notið góðrar ávöxtunar á undanförnum árum auk þess sem stofnsjóðurinn hefur verið færður upp tvívegis á liðnum árum.
Með félagsaðild öðlast félagsmaður rétt til þess að hafa áhrif á stjórn og stefnu félagsins m.a. með þátttöku á deildarfundum og kosningu fulltrúa í fulltrúaráð félagsins. Jafnframt öðlast félagsmaður rétt til þess að bjóða sig fram í stjórn eða önnur embætti á vegum félagsins.
Auðhumla leggur áherslu á góð tengsl við félagsmenn og telur að sterk tengsl séu bæði félaginu og félagsmönnum til hagsbóta.