Umhverfismál

Félagið einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Með umhverfisstefnu sinni leitast félagið við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggja þar með ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins. Til að ná sem bestum árangri í umgengni við umhverfi og lífríki leggur félagið megináherslu á erftirtalda þætti sem tengjast umhverfisvernd með beinum hætti:

Loftlagsmál

Félagið leitast við að spara orku í starfsemi sinni en um leið að nota eins og kostur er umhverfisvæna orku sem framleidd er með sjálfbærum hætti.

Vatnsverndar- og frárennslismál

Rekstur afurðastöðva í mjólkurvinnslu krefst mikillar vatnsnotkunar. Því er brýnt að hafa nægan aðgang að góðu og heilnæmu neysluvatni sem stenst allar kröfur sem til þess eru gerðar. Til að svo megi vera er því jafnnauðsynlegt að umgangast aðgengi okkar að neysluvatni sem auðlind sem vð þurfum að gæta að og varðveita.

Umbúðir, aðfanganotkun og fastur úrgangur

Auk þess að reyna að lágmarka alla aðfanganotkun í starfseminni leggur félagið áherslu á: Að allar ytri umbúðir verði margnota þar sem því verður við komið. Að þær umbúðir, sem eru í beinni snertingu við vöruna og eru ekki endurnýtanlegar, verði framleiddar úr eins umhverfisvænum efnum og kostur er og efnisnotkun og samsetning þeirra þannig að þær falli vel að sorpflokkun. Að allt sorp, sem fellur til hjá starfsstöðvum félagsins og afhendist til endurvinnslustöðva, verði flokkað eftir þeim viðmiðum og reglum sem viðkomandi endurvinnslustöðvar vinna eftir hverju sinni. Rík áhersla verði lögð á sorpflokkun.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242