Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan ehf. er rekstrarfélag sem annast framleiðslu, vöruþróun, markaðssetningu og dreifingu á mjólkurafurðum.

Að fyrirtækinu standa Auðhumla með 80% eignarhlut og Kaupfélag Skagfirðinga sem á 20% í fyrirtækinu.

Með stofnun Mjólkursamsölunnar ehf. í ársbyrjun 2007 varð töluverð breyting í íslenskum mjólkuriðnaði en þá sameinaðist öll starfsemi MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar undir merkjum Mjólkursamsölunnar.
Markmiðið með stofnun félagsins er að ná niður vinnslu- og dreifingarkostnaði til hagsbóta fyrir bændur og neytendur.

Frekari upplýsingar um Mjólkursamsöluna ehf. má finna á vefsetrinu www.ms.is

Starfsstöðvar Mjólkursamsölunnar

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242