Samfélagsleg ábyrgð

Með því að setja kröfur á birgja um gæði hráefnis samkvæmt gæðastefnu félagsins stuðlar það að dýravelferð þar sem gæði mjólkur byggjast á aðbúnaði og góðri umhirðu kúa. Að sama skapi hefur þetta einnig áhrif á matvælaöryggi.

Hollustustefna

Félagið, fyrirtæki í eigu kúabænda á Íslandi, einsetur sér að framleiða hollar og fjölbreyttar mjólkurvörur í takt við þarfir neytenda. Markmið félagsins eru þríþætt: Að styðja við heilbrigt líferni neytenda. Að auka gagnsæi um hollustu og innihald vara. Að fjölga valkostum í mjólkurvörum og draga áfram úr sykri í bragðbættum mjólkurvörum.

Lýðheilsa og heilbrigði

Félagið tekur þátt í ýmsum verkefnum þar sem það hvetur til bættrar lýðheilsu og heilbrigði og er m.a. aðili að samstarfi við Beinverndarsamtökin og Íþróttakennarafélag Íslands. Einnig hefur félagið unnið með Landlæknisembættinu og birt skilaboð frá því á mjólkurfernum. Til viðbótar leggur félagið áherslu á að styðja við íþróttastarf og hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.

Íslensk tunga

Félagið leggur áherslu á málrækt með því að styðja við íslenska tungu í markaðsstarfi fyrirtækisins. Félagið býður starfsfólki sínu af erlendum uppruna upp á íslenskukennslu svo það aðlagist samfélaginu betur og styður við verkefni sem efla íslenska tungu barna og unglinga. Félagið styður við Íslenska ferðaþjónustu með því að fræða neytendur um íslenska náttúru á mjólkurfernum.

Frumkvöðlastarfsemi
Félagið stuðlar að því að efla íslenskt atvinnulíf með því að eiga í samstarfi við fjölmörg lítil frumkvöðlafyrirtæki.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242