Persónuvernd
Vegna aukinna krafna laga um persónuvernd og vinnslu upplýsinga hóf félagið vinnu við skráningu ferla gagnvart þessum auknu kröfum. Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf sem síðan kom til framkvæmda í Evrópu þann 25. maí 2018. Þar sem vernd persónuupplýsinga er hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var Ísland skuldbundið til að innleiða þessa nýju löggjöf í íslenskan rétt. Þann 15. júní 2018 tóku síðan gildi ný lög frá Alþingi um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Með þessum lögum var persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslenskan rétt.