Starfsemi
Hlutverk Auðhumlu er að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurframleiðenda á starfssvæði félagsins og skila þeim ávinningi bæði varðandi afrakstur af mjólkurframleiðslu sinni og ávöxtun fjármuna sem bundnir eru í félaginu.
Þetta þýðir þríþætta meginstarfsemi:
Félagsstarfsemi sem miðar að því að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurframleiðenda á starfssvæðinu og skapa þeim hag af innbyrðis samstarfi.
Rekstur sem hefur það markmið að hámarka skilaverð og veltu með öflugu markaðs- og þróunarstarfi og skilvirkum rekstri dótturfélaga en Auðhumla er m.a. 80% eigandi að Mjólkursamsölunni sem er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi.
Ávöxtun og nýsköpun tryggir ávöxtun stofnsjóðs og auk virkrar fjárfestingarstýringar með mismunandi áhættustigi til að auka arðsemi og dreifa áhættu til framtíðar.