Mannauður

Ein helsta auðlind félagsins er mannauður þess og þekkingin og reynslan sem hann býr yfir. Til að hlúa að starfsfólki hefur félagið sett fram skýra mannauðsstefnu. Vellíðan og öryggi starfsfólksins er félaginu hugleikin og því hefur félagið einnig markað sér stefnu um öryggi og vinnuvernd og um forvarnir gegn einelti og kynferðislegri áreitni.

Félagið styður við fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með starfsfólk frá mörgum þjóðlöndum.

Mannauðs - og jafnréttisstefna

Mannauðs- og jafnréttisstefna félagsins lýsir hvernig fyrirtækið sér fyrir sér þróun mannauðsmála hjá fyrirtækinu. Hún hefur þann tilgang að vísa félaginu veginn þannig að afstaða fyrirtækisins í mikilvægum málaflokkum tengdum starfsfólki sé skýr. Hún felur í sér ákveðin skilaboð til starfsmanna, stjórnenda, stjórnar, eigenda og samfélagsins. Helstu áherslur hennar eru: liðsheild og gildi, ráðningar og fjölbreytni, móttaka nýliða, þjálfun og fræðsla, stjórnun og endurgjöf, öryggi og vinnuvernd, eineltti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi, þekkingar- og upplýsingamiðlun, jafnvægi  milli vinnu og einkalífs, jafnrétti og veigjanleg starfslok.

Jafnlaunavottun

Félagið vinnur að jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum IST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242