Rekstrarstöðvunartrygging:

Vátryggingarfélagið Vörður annast rekstrarstöðvunartryggingu bænda. Vátryggt er framlegðartap af völdum bruna, óveðurs (foktjóns á fasteignum, ekki vegna rafmagnsleysis) og vegna salmonellusýkingar.

Auðhumla er vátryggingartaki og tryggir fyrir hönd allra félagsmanna sinna, öll kúabú í rekstri þeirra.

Vátryggingarfjárhæðin er tvöfaldar brúttóárstekjur (framleiðsluréttur að viðbættri umframframleiðslu) að teknu tilliti til 4% verðbóta á ári og 5% viðbótarkostnaðar.
Viðmiðunarverð í greiðslumarki er kr. 105.- fyrir hvern lítra. Bótatími 24 mánuðir vegna bruna- og foktjóna en 12 mánuðir vegna tjóna af völdum salmonellusýkingar.
Biðtími vegna tjóna af völdum salmonellusýkingar er 14 dagar.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá framkvæmdastjóra

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242