Rekstrarstöðvunartrygging:

Vátryggingarfélagið Vörður annast rekstrarstöðvunartryggingu bænda. Vátryggt er framlegðartap af völdum bruna, óveðurs (foktjóns á fasteignum, ekki vegna rafmagnsleysis) og vegna salmonellusýkingar.

Skilyrði er að viðkomandi félagsmaður Auðhumlu svf. hafi mjólkursöluleyfi og að fasteignir séu brunatryggðar og foktryggðar.

Auðhumla er vátryggingartaki og tryggir fyrir hönd allra félagsmanna sinna, öll kúabú í rekstri þeirra. Nýir félagsmenn í Auðhumlu falla sjálfkrafa undir tryggingaverndina þegar þeir hafa lagt inn fyrstu framleiðslu sína hjá félaginu.

Vátryggingarfjárhæðin skal nema áætlaðri brúttóveltu tryggðra félagsmanna vegna mjólkurframleiðslu fyrstu 24 mánuðina eftir upphaf bótatímans. Með brúttóveltu er átt við bókfærða sölu vegna mjólkurframleiðslu auk opinberra beingreiðslna sé um þær að ræða, að frádregnum virðisaukaskatti.

Bótatími 24 mánuðir vegna bruna- og foktjóna en 12 mánuðir vegna tjóna af völdum salmonellusýkingar.
Biðtími vegna tjóna af völdum salmonellusýkingar er 14 dagar.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá framkvæmdastjóra

Skilmálar rekstrarstöðvunartryggingar

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242