35 kr/l fyrir umframmjólkina!
Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur tekið ákvörðun um að verð á umframmjólk hækki úr 27 kr/l í 35 kr/l eða um 8 kr/l. Þetta verð gildir út verðlagsárið en verður endurskoðað þann 1. apríl og 1. júlí næstkomandi og hækkað ef ástæða er til.
Verð þetta endurspeglar útflutningsverð okkar þegar við flytjum út skyr og smjör að frádregnum breytilegum kostnaði. Það er mikilvægt að iðnaðurinn og framleiðendur taki höndum saman og vinni skipulega að því að byggja upp útflutningsmarkað fyrir íslenskar mjólkurafurðir. Eðlilegt markmið væri að byggja upp útflutningsmarkað fyrir um 15 milljónir lítra af mjólk á næstu árum.
Útflutningur mjólkurafurða á árinu 2007 gekk ágætlega. Væntingar okkar í byrjun árs voru um meiri útflutning á skyri en það hefur tekið lengri tíma en við áætluðum að byggja upp sölu á skyri á Boston og New York svæðinu sem hófst í mars 2007. Eftirfarandi tafla sýnir magn útfluttra mjólkurafurða á árinu 2007.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242