6. maí 2024

Aðalfundur Auðhumlu svf. 2024

Aðalfundur Auðhumlu svf. 2024 fór fram í húsnæði MS að Bitruhálsi 1 þann 24. apríl sl.

Á aðalfundinum var ársreikningur Auðhumlusamstæðunnar 2023 samþykktur. Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæpum 45,9 ma. króna sem er aukning um tæplega 7,1 ma. króna milli ára eða um 18,2%. Þessi hækkun er tilkomin vegna verðhækkana og söluaukningar, bæði á innanlandsmarkaði og erlendis. Að sama skapi hækkuðu rekstrargjöld samstæðunnar umtalsvert milli ára sem leiddi þó til niðurstöðu upp á 740,4 millj. kr. hagnað á árinu 2023 sem er hækkun um tæplega 280 millj. króna á milli ára. Þó tölurnar séu háar er hagnaðurinn þó aðeins um 1,6% af veltu félagsins og ljóst að tiltölulega lítið má út af bera til að hagnaður breytist í tap. Fjármagnsgjöld samstæðunnar hækkuðu verulega milli ára eða um tæplega 430 millj. króna. Nánast er um að ræða tvöföldun á vaxtagjöldum milli ára og ekki er ofsögum sagt að enginn rekstur getur lifað í vaxtastigi sem þessu til lengdar.

Hjá Auðhumlusamstæðunni var fjöldi ársverka 463 í árslok 2023 og fjölgaði þeim á árinu um 32, einkum vegna aukinna umsvifa á Selfossi. Laun og launatengd gjöld samstæðunnar námu um 6,2 ma. króna á árinu 2023 samanborið við 5,4 ma. króna á árinu 2022. Hækkunin kemur til bæði vegna kjarasamningshækkana og fjölgunar starfa á árinu.  Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nam 51,9% í árslok 2023 á móti 53,1% í árslok 2022.

Á aðalfundi Ísey-útflutnings ehf. 2024 samþykkti stjórn félagsins að greiða eigendum þess alls 200 millj. kr. arðgreiðslu. Félagið er í 80% eigu Auðhumlu svf. og 20% eigu Kaupfélags Skagfirðinga svf. og falla því 160 millj. króna í hlut Auðhumlu svf. Aðalfundur Auðhumlu svf. samþykkti tillögu stjórnar um að arðgreiðslan yrði greidd mjólkurframleiðendum í samræmi við innlagða mjólk hvers og eins árið 2023. Verður arðgreiðslan greidd mjólkurframleiðendum nú í maí mánuði og leggur sig á u.þ.b. 1,20 kr/innlagðan líter. (160.000.000  kr. / 133.973.654 litrar). Er þetta í fyrsta sinn sem mjólkurframleiðendur njóta ávinnings af erlendri starfsemi samstæðunnar.

Ársskýrsla Auðhumlu svf. 2023

Á aðalfundi er stjórn félagsins kosin til eins árs í senn.

Fyrri stjórnarmenn voru allir endurkjörnir og stjórnin er því óbreytt en þeir eru:

  • Ágúst Guðjónsson, Læk í Flóa, formaður,
  • Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti í Hrunamannarheppi, varaformaður
  • Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti í Biskupstungum, ritari
  • Elín Margrét Stefánsdóttir, Fellshlíð í Eyjafirði, meðstjórnandi
  • Ásvaldur Þormóðsson, Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, meðstjórnandi
  • Björgvin R. Gunnarsson, Núpi í Berufirði, meðstjórnandi
  • Magðalena Jónsdóttir, Drangshlíðardal, A.- Eyjafjöllum, meðstjórnandi

Annar tveggja skoðunarmanna félagsins var kosinn til tveggja ára Baldur Helgi Benjamínsson, Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit og til vara Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrum III í V.- Húnavatnssýslu. Fyrir var skoðunarmaður reikninga Haraldur Einarsson, Urriðafossi í Flóa og til vara Geir Árdal, Dæli í Fnjóskadal.

Endurskoðandi Auðhumlu svf. var kosin Deloitte ehf. og fyrir hönd þess; Benóní Torfi Eggertsson og Guðmundur Örn Árnason.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242