Aðalfundur Auðhumlu svf. 2025
Aðalfundur Auðhumlu svf. verður haldinn að Bitruhálsi 1 (MS) miðvikudaginn 30. apríl n.k. og hefst hann kl. 10.30
Á fundinn eru boðaðir alls 41 fulltrúi í 14 deildum Auðhumlu svf., stjórn og varastjórn félagsins auk boðsgesta.
Fundurinn er jafnframt opinn hinum almenna félagsmanni sem hefur þar málfrelsi og tillögurétt skv. 14. grein samþykkta Auðhumlu svf.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Kosning starfsmanna fundarins
 - Könnuð mæting fulltrúa
 
 
- Skýrsla stjórnar
- Ágúst Guðjónsson, form. stjórnar
 
 - Ávarp stjórnarformanns MS
- Elín M. Stefánsdóttir
 
 - Endurskoðaðir reikningar Auðhumlu svf. 2024 og tillaga stjórnar Auðhumlu svf. um ávöxtun stofnsjóðs og meðferð hagnaðar eða taps félagsins.
- Jóhannes Hr. Símonarson, frkv.stj.
 
 - Skýrsla um starfsemi Mjólkursamsölunnar
- Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS
 
 - Umræður og afgreiðsla ársreiknings
 - Hádegishlé
 - Kosið í stjórn samkvæmt 8. gr.
 - Kosnir skoðunarmenn samkvæmt 8. gr.
 - Kosinn endurskoðandi samkvæmt 8. gr.
 - Ákveðin upphæð aðildargjalds og tillags í stofnsjóð
 - Ákveðin þóknun stjórnar, skoðunamanna og fulltrúa
 - Kaffihlé
 - Önnur mál
 
Fundarslit
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242

