14. desember 2015

Aðgangur að Bændavef - nýjar reglur frá 1. janúar 2016

Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 12. desember 2015 eftirfarandi reglur um aðgang að upplýsingum úr afurðakerfi Auðhumlu/bændavef, sem taka gildi frá 1. Janúar 2016.

Allir innleggjendur Auðhumlu hafa aðgang að eigin upplýsingum á lokuðu svæði.

Utanaðkomandi aðilum er ekki veittur aðgangur að upplýsingum framleiðenda nema með upplýstu samþykki viðkomandi.

Óski opinberir aðilar eftir upplýsingum sem þeir eiga rétt á að fá lögum samkvæmt, skal það gert með formlegum hætti til Auðhumlu sem mun þá svara erindinu.

Allar umsóknir er þessi mál varðar skulu berast Auðhumlu svf. Austurvegi 65, 800 Selfossi, sem annast úrvinnslu þeirra.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242