Áskorun stjórnar Auðhumlu á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra.
Stjórn Auðhumlu skorar á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að endurskoða ákvörðun um að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fyrir um áratug var landbúnaði og sjávarútvegi skeytt saman undir einu ráðuneyti og það fylgdi jafnframt sögunni að þessi breyting yrði til þess fallin að styrkja stjórnsýsluumhverfi landbúnaðarins. Raunin varð önnur og hefur sá mannauður sem hafði góða þekkingu á landbúnaði nánast þurrkast út í ráðuneytinu. Nú þarf að blása til sóknar því að verkefnin á sviði landbúnaðar eru mörg og mikilvæg og skipta máli fyrir framtíð landbúnaðar á Íslandi. Það verður ekki gert með því að leggja þau inn í skrifstofu alþjóðamála.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242