Auðhumla - Nýr vefur mjólkurframleiðenda
Samvinnufélagið Auðhumla opnaði nýja upplýsingaveitu á vefnum um allt er varðar mjólkurframleiðslu og vinnslu mjólkurafurða.
Á vefnum, sem hefur slóðina www.audhumla.is, má finna á einum stað allar helstu upplýsingar um mjólkurframleiðslu s.s. gæða- og verðlagsmál, þjónustu við framleiðendur, margvíslegar leiðbeiningar og fleira. Á vefnum birtast einnig fréttir um hvaðeina sem varðar framleiðslu mjólkur, greinar sem tengjast mjólkurframleiðslu á einn eða annan hátt og margháttaðar tölfræði sem tengist greininni.
Upplýsingarnar á vefnum eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á mjólkurframleiðslu hér á landi og þær ættu einnig að nýtast vel fjölmiðlafólki og öðrum sem fjalla um landbúnaðarmál.
Til þessa hafa mjólkurbændur haft aðgang að innri vefum afurðastöðvanna. Nú er búið að sameina þá vefi í einn, Bændavefinn og er innangengt á hann af vef Auðhumlu. Þar geta framleiðendur mjólkur skoðað allar upplýsingar vegna innlagðrar mjólkur, s.s. gæðaniðurstöður, flokkun mjólkur og greiðslur. Þar er m.a. hægt að sjá þróun einstakra gæðaþátta yfir lengra tímabil bæði í töflum og línuritum. Þar má einnig prenta út kýrsýnaspjöld RM, innleggssmiða og uppgjörsmiða Auðhumlu, svo eitthvað sé nefnt.
Auglýsingastofan Hvíta húsið sá um hönnun og uppsetningu á vefnum sem Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu, opnaði formlega í húsakynnum Mjólkursamsölunnar, föstudaginn 26. nóvember.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242