19. janúar 2024

Breyting á efnainnihaldi viðmiðunarmjólkur frá 1. janúar 2024

Samsetning meðalmjólkur breytist frá 1. janúar 2024 og verður eftirfarandi (með fyrirvara um staðfestingu Verðlagsnefndar búvöru):

Fita: 4,23%

Prótein: 3,39%

Fitan er sem sagt óbreytt frá fyrra ári en prótein lækkar úr 3,40% í 3,39%

Við útreikninga á efnainnihaldi meðalmjólkur, öðru nafni grundvallarmjólkur, er miðað við meðalefnainnihald síðustu þriggja ára, nú árin 2021, 2022 og 2023.

Vægi efnaþáttana í grundvallarverði mjólkur verður óbreytt, þ.e. hvor efnaþáttur vegur 50% af afurðastöðvarverði.

Eins og áður hefur verið tilkynnt hefur Verðlagsnefnd búvöru ákveðið nýtt lágmarksverð á mjólk til framleiðenda frá 1. janúar 2024 sem er 132,68 kr/l. miðað við 1. flokks meðalmjólk.

Frá og með 1. janúar 2024 verður verð á hverja fitu- og próteineiningu eftirfarandi:

Efnisþáttur Verð á efnaþátt Verð á fitu- og próteineiningu
Fita 66,3400 kr. 15,6832 kr/fitueiningu
Prótein 66,3400 kr. 19,5693 kr/próteineiningu

Útreikningur á verði til framleiðenda pr. lítra mjólkur er gerður með eftirfarandi hætti: 

(15,6832 *F%) + (19,5693 * P%) = kr. á lítra mjólk

Dæmi:

Mjólkurframleiðandi leggur inn í afurðastöð 1.000 lítra af hrámjólk með 4,45% fitu og 3,35% fitu.

(15,6832 * 4,45) + (19,5693 * 3,35) = 135,3474 kr/lítra mjólk hjá þessum viðkomandi bónda sem er þá 2,6674 kr. hærra verð á hvern lítra en meðalmjólkin er. Ástæðan er að efnainnihald fitunnar hjá viðkomandi bónda er talsvert meira en meðalmjólkin er. Próteininnihald mjólkurinnar í þessu dæmi er þó undir viðmiðunarmjólkinni sem lækkar verð hennar lítillega á móti.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242