4. febrúar 2010
Breytingar á flokkun mjólkur 1. feb. 2010
Breytingar á flokkun og gæðakröfum til mjólkur frá og með 1. febrúar 2010
Nýjar reglur nr 52/2010 um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra tóku gildi 1. febrúar 2010. Einnig hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði samþykkt nýjar reglur um A-mjólk og A-mjólkurgreiðslur.
Með gildistöku nýrra reglna um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra urðu eftirfarandi breytingar:
Lakasta niðurstaðan gildir séu tekin fleiri en eitt sýni í viku
Nú er heimilt að taka fleiri en eitt sýni í viku til mælinga á gæðaþáttum með svipuðum hætti og gert hefur verið með lyfjaleifar. Séu tekin fleiri en eitt sýni í viku skal lakasta niðurstaðan gilda fyrir vikuna nema vegna lyfjaleifa þá telur hvert sýni.
Líftala.
Vegna líftölu gildir einstök mæling en verðfelling er miðuð við innlegg viðkomandi viku. Þannig er hver vika reiknuð sér með tilliti til liftölu í mánaðaruppgjörinu í stað þess að áður hafði hver vikumæling áhrif á uppgjör alls mánaðarins. Til samræmis hækkar verðskerðingarhlutfall og er verðskerðing vegna 2. flokks 16%, vegna 3. flokks 36% og vegna 4. flokks 60%.
Efri flokkamörk fyrir 1. flokk vegna líftölu lækka úr 400 þús niður í 200 þús. Efri flokkamörk fyrir 2. flokk vegna líftölu lækka úr 600 þús niður í 400 þús.
Lyfjaleifar.
Ef í mjólk finnast lyfjaleifar þá verðfellist vikuinnleggið um 60% í stað þess að áður var mánaðarinnleggið verðfellt um 15%. Hins vegar ef um fleiri en eitt tilfelli er að ræða innan mánaðarins þá verðskerðist mánaðarinnleggið um 15% fyrir hvert tilfelli.
Fríar fitusýrur.
Ný flokkun tekur nú gildi vegna frírra fitusýra (FFS). Reiknað verður faldmeðaltal mánaðar. Efri mörk fyrir 1. flokk er 1,1 og efri mörk fyrir 2 flokk er 1,8. Verðskerðing vegna FFS tekur þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 2011 og verður þá 5% vegna 2. flokks og 15% vegna 3 flokks.
A-mjólk
Þær breytingar verða að nú er reiknað beint meðaltal mánaðar vegna líftölu til að flokka í A-mjólk í stað þess að hver mæling gilti áður. Á móti eru mörk fyrir 1. flokk A færð niður í 25.000 fyrir meðaltalið í stað 40.000 hver einstök mæling. Umbun er nú 2% af afurðastöðvaverði í stað þess að vera föst 1 króna á lítra. Er þar með búið að tengja greiðslur vegna A-mjólkur við verðbreytingar afurðstöðvaverðs. Flokkun vegna frírra fitusýra munu ekki hafa áhrif á A-mjólkurflokkun á árinu 2010.
Gildandi gæðakröfur til hrámjólkur verður kynnt nánar á næstunni. Einnig er í gangi sérstakt átak hjá Framleiðendaþjónustu SAM vegna frírra fitusýra í mjólk bæði með fræðslu og ráðgjöf til mjólkurframleiðenda og er m.a. stefnt að því að mjólkureftirlitsmenn verði í beinu sambandi við alla mjólkurframleiðendur vegna þess á næstunni.
Hér er að finna reglurnar í heild sinni.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242