4. október 2024

Dagur landbúnaðarins 2024

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) standa fyrir Degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október 2024.

Dagurinn hefst með málþingi á Hótel Selfossi frá kl. 9.00 - 12.00 þar sem m.a. verður "sófaspjall" við matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Þá verður áhugavert erindi frá Arnari Má Elíassyni, forstjóra Byggðastofnunar sem hann nefndir "Bændur og fjármögnunarstarfsemi Byggðastofnunar" auk annarra áhugaverðra erinda frá Margréti Ágústu Sigurðardóttur, nýjum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, Sveini Margeirssyni, fv. forstjóra Matís og núverandi framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim hf. og Margréti Einarsdóttur lagaprófessor.

Fundarstjóri verður Jón Bjarnason, bóndi og oddviti Hrunamannahrepps

Dagskrá málþingsins í heild

Skráning á málþingið

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242