18. febrúar 2008

Dala Feta - nýjar og notendavænni umbúðir - 20% meira magn en sama verð !

Dala Feta línan kemur nú á markaðinn í nýjum, glæsilegum umbúðum.

Um er að ræða fjórar tegundir af Dala Feta, sem áður voru í glerkrukkum annars vegar og plastdósum hins vegar. Umbúðirnar eru notendavænni með víðara opi svo að auðveldara er að ná ostinum úr glösunum. Nýju umbúðirnar eru stærri eða 325 gr og því hefur magnið verið aukið um 20%. Rúsínan í pylsuendanum  er þó að verðið mun haldast óbreytt frá því sem verið hefur.

Í hverju glasi eru 170 gr af osti og 155 gr af kryddaðri olíu.

Dala Feta er tilvalinn í salöt, sem snarl með ólífum, í ídýfur og í ýmsa gríska rétti og matargerð. Einnig er hann góður í ofnbakaða rétti og á pizzur svo fátt eitt sé talið upp.

Í tilefni nýrra umbúða verður lukkunúmeraleikur, en lukkunúmer er prentað á bakhlið miðans og kemur númerið í ljós þegar innihald krukkunnar minnkar. Á www.ostur.is er síðan hægt að slá númerið inn í þar til gerðan reit og viðkomandi sér strax hvort hann hefur unnið eða ekki. Fetaostur með lukkunúmerum verður sérmerktur með límmiðum á loki.

Dala Feta er framleiddur hjá MS Búðardal.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242