30. apríl 2008

Endurskipulögð Framleiðendaþjónusta SAM frá 1. maí 2008

Breytingar á Framleiðendaþjónustu SAM (FÞ) taka gildi 1. maí n.k.

Farið hefur fram ítarleg endurskoðun á starfsemi FÞ þar sem sérstaklega var haft að leiðarljósi að ná fram hagræðingu og draga starfsemina út úr allri útseldri þjónustu, en jafnframt að tryggja að framleiðendur hafi aðgang að ásættanlegu þjónustustigi og hafi ávallt aðgang að þeirri þjónustu sem nauðsynlega þarf að vera til staðar vegna mjalta og kælingar á mjólk. Og síðast en ekki síst að samræma þjónustuna enn betur um allt land. Í grófum dráttum felast breytingarnar í því að viðgerðarþjónustu og niðurgreiðslum vegna neyðarþjónustu verður hætt en aukin áhersla lögð á ráðgjöf, fyrirbyggjandi vinnu og tengsl við mjólkurframleiðendur. 

Starfsmenn FÞ
Frá og með 1. maí starfa þrír ráðgjafar hjá FÞ og eru þeir jafnframt tengiliðir við mjólkurframleiðendur. Þeir hafa hver um sig ákveðinn hóp mjólkurframleiðenda sem þeir sinna í samstarfi við mjólkur¬samlags¬stjóra, gæðastjóra mjólkursamlaga og starfsfólk rannsóknarstofa mjólkursamlaganna og SAM. Í eftirfarandi töflu koma fram nöfn ráðgjafanna og upplýsingar um þau svæði sem þeir hafa í sinni umsjón ásamt símanúmerum og netföngum þar sem hægt er að ná í þá:

Tengiliður  við mjólkurframleiðendur          Svæði                                                                    Símanúmer                     GSM                           Netfang
Hans Egilsson                                           MS Rey, MS Búð, MS Ísa, MS Blö, KS Sak         437 1818                       861 4775                   hans@sam.is
Kristján Gunnarsson                                 MS Aku, MS Egi                                                    460 9620                       892 0397                   kristjan@sam.is
Gunnar Kjartansson                                  MS Sel                                                                   480 1620                       861 4772                   gunnar@sam.is

Ráðgjafarnir starfa allir náið saman og fara á milli svæða ef nauðsyn krefur. Þeir þjónusta mjólkurframleiðendur eftir bestu getu við úrlausn vandamála, með þeirri kunnáttu og búnaði sem þeir búa yfir, en sinna ekki viðgerðum.

Aðstoð við úrlausn vandamála
Eitt aðalverkefni starfsmanna FÞ er að aðstoða mjólkurframleiðendur við hvers kyns gæðavandamál og skilja þá aldrei eftir með óleyst vandamál, annað hvort bjarga þeir málinu sjálfir eða útvega þá aðstoð eða annað sem vantar í það skiptið í samráði við viðkomandi mjólkurframleiðanda. Þeir starfa sem hluti af gæðakerfi mjólkursamlaganna og gæðakerfi viðkomandi mjólkurframleiðanda. Þannig eiga þeir með fyrirbyggjandi aðgerðum að koma í veg fyrir að upp komi vandamál með gæði mjólkur hjá framleiðanda, eða að öðrum kosti að vinna að því að leysa gæðvandamálin eins fljótt og unnt er.

RÁÐGJÖF UM JÚGURHEILBRIGÐI - Starfsmenn FÞ og Þorsteinn Ólafsson, deildarstjóri Rannsóknarstofu SAM á Selfossi munu vinna í samvinnu við starfandi dýralækna og héraðsdýralækna að lausn vandamála varðandi júgurheilbrigði.

NEYÐARÞJÓNUSTA OG VIÐGERÐIR - Þrátt fyrir að FÞ muni framvegis ekki sinna beinni neyðarþjónustu munu ráðgjafar hennar að sjáfsögðu verða mjólkurframleiðendum innan handar við að tryggja að þeir fái slíka þjónustu þegar á þarf að halda. Verið er að gera ráðstafanir til að mjólkurframleiðendur á öllu landinu hafi aðgang að neyðarþjónustu vegna kælivandamála með aðstoð FÞ. Starfsmenn FÞ munu á næstu dögum hver um sig kynna fyrir sínum umbjóðendum m.a. þá aðila sem þegar er vitað um að eru tilbúnir að veita mjólkurframleiðendum viðgerðaþjónustu vegna mjaltabúnaðar og/eða kælibúnaðar.

TÆKNIRÁÐGJÖF - Lögð verður áhersla á að ná góðu samstarfi við þjónustuaðila vegna tækniráðgjafar um allan mjaltabúnað og mjólkurtanka, auk þess sem aukin áhersla verður lögð á að veita þeim aðhald.

ÞJÓNUSTA FÞ ER ÁN ENDURGJALDS en öll aðkoma annarra þjónustuaðila verður á kostnað mjólkurframleiðenda. Það skal þó skýrt tekið fram að starfsmenn FÞ munu ekki kalla til utanaðkomandi þjónustuaðila án samráðs við viðkomandi mjólkurframleiðanda.

Mjólkurframleiðendur eru hvattir til að vera í sambandi við sinn tengilið hjá FÞ ef eitthvað er.


SAMTÖK AFURÐASTÖÐVA Í MJÓLKURIÐNAÐI
Magnús H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Jón K. Baldursson, gæða- og umhverfisstjóri MS

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242