Fjörmjólk - ný umbúðastærð!
Nú er að koma á markað ný umbúðastærð af Fjörmjólk.
Fjörmjólk hefur um árabil fengist í 1 lítra umbúðum en fæst nú einnig í 250 ml. fernum með röri. Fjörmjólk er vaxandi í sölu og mun nýja umbúðastærðin vafalaust auka sölu enn frekar.
Fjörmjólk er sérstaklega holl. Hún er bæði kalkrík og fitulaus auk þess sem hún er A & D vítamínbætt.
Markaðssetningu verður fylgt úr garði með auglýsingum í dagblöðum og sjónvarpi.
Fjörmjólkin er framleidd hjá MS Reykjavík.
Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlegast hafið samband við sölumenn Mjólkursamsölunnar ehf. í s:569 2345.
Mjólkursamsalan ehf.
Sölu- og markaðssvið
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242