28. maí 2008
Forstjóri Auðhumlu lætur af störfum
Forstjóri Auðhumlu lætur af störfum
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu svf. lætur að eigin ósk af störfum hjá félaginu, þann 1. júní næstkomandi, eftir ríflega þriggja ára starf hjá því og fyrirrennurum þess. Guðbrandur mun frá sama tíma taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Nýlandi ehf. sem er í meirihlutaeigu hans. Það félag mun taka að sér sölu og markaðsfærslu íslenskra mjólkurafurða erlendis fyrir Mjólkursamsöluna auk þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum.
Magnús Ólafsson hefur frá sama tíma verið ráðinn forstjóri Auðhumlu tímabundið ásamt því að gegna forstjórarstarfi Mjólkursamsölunnar ehf. Magnús var ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar í byrjun þessa árs en hann var áður forstjóri Osta- og smjörsölunnar.
“Ég er mjög sáttur við þessi þrjú ár sem ég hef verið hjá félaginu en hlutverk mitt hefur fyrst og fremst verið að koma á þeim miklu breytingum sem þar hafa orðið. Á síðastliðnum þremur árum er búið að sameina sex félög innan mjólkuriðnaðarins í eitt öflugt félag sem hefur alla burði til að takast á við þau verkefni sem íslenskur mjólkuriðnaður stendur frammi fyrir í dag. Ég er ákaflega ánægður að hafa náð samkomulagi við Mjólkursamsöluna um áframhaldandi samstarf um útflutning mjólkurafurða en þar tel ég mikil tækifæri liggja fyrir íslenska mjólkurframleiðendur á komandi árum. Þá vil ég nota tækifærið og þakka fyrir það góða samstarf sem ég hef átt við mjólkurframleiðendur og starfsfólk félagsins”, segir Guðbrandur Sigurðsson.
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 700 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis.
Frekari upplýsingar veita Guðbrandur Sigurðsson (896 0122) og Magnús Ólafsson (664 1602).
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242