Fréttir af aðalfundi Auðhumlu
Aðalfundur Auðhumlu var haldinn 11. júní sl. á Hótel Selfossi. Hagnaður samstæðunnar nam 357 milljónum króna sem er besta niðurstaða um nokkurra áraskeið. Covid 19 markaði rekstrarárið þar sem fyrirtækjamarkaður dróst mikið saman m.a. þar sem ferðamannaiðnaðurinn varð fyrir miklu áfalli. Á hinn bóginn jókst verslunarmarkaðurinn sem vann að mestu upp þennan samdrátt. Eignir samstæðunnar námu í árslok 21,9 milljarði og bókfært eigið fé 11,9 milljarður eða 54,6%
Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa:
Ágúst Guðjónsson, Læk formaður
Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti varaformaður
Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti ritari
Meðstjórnendur:
Ásvaldur Æ Þormóðsson, Stóru-Tjörnum
Björgvin R. Gunnarsson, Núpi
Elín M. Stefánsdóttir, Fellshlíð
Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti.
Varamenn voru kjörnir:
Linda B Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum
Haraldur Magnússon, Belgsholti
Anne B. Hansen, Smjördölum
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242