Fréttir af aðalfundi Auðhumlu
Aðalfundur Auðhumlu svf. var haldinn að Hótel Bifröst í Borgarfirði föstudaginn 17. apríl 2015. Egill Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og Einar Sigurðsson forstjóri fór yfir reikninga liðins starfsárs en samstæðan var gerð upp með 409 milljón kr. hagnaði. Þetta var síðasti aðalfundur Einars Sigurðssonar fráfarandi forstjóra og voru honum þökkuð góð störf í þágu félagins. Miklar og góðar umræður urðu um málefni mjólkurframleiðenda og mjólkuriðnaðins og lauk fundi um kl. 18.00. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa:
Egill Sigurðsson, formaður
Jóhannes Ævar Jónsson, varaformaður
Birna Þorsteinsdóttir, ritari
Arnar B. Eiríksson, meðstjórnandi
Elín M. Stefánsdóttir, meðstjórnandi
Jóhanna Hreinsdóttir, meðstjórnandi
Jóhannes Torfason, meðstjórnandi
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242