9. ágúst 2017

Furðuleg ekki frétt RÚV

Furðuleg ekki frétt RÚV
 

Í gærkvöldi fjallaði RÚV um mögulegan hagsmunaárekstur sem gæti stafað af því að Auðhumla svf.  leigði Framkvæmdasýslu ríkisins húsnæði.

Það er furðulegur málatilbúnaður að leiga Framkvæmdasýslu ríkisins á húsnæði fyrir MAST geti haft áhrif á eftirlitsstarfsemi stofnunarinnar.

Viðmælandi RÚV stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir að jafnvel þó svo að stjórnendur leggi sig fram um að allt sé í lagi og segi sjálfir að í reynd skipti þetta ekki máli geti ásýndin ein og sér skipt miklu máli.

„Segjum svo bara til dæmis ef að Fjármálaeftirlitið byggi í húsnæði sem Arion banki ætti, og það væri þarna leigusamningur á milli þessara aðila. Ég held að við þurfum ekkert að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það myndi hafa á markaðnum.“

Margar ríkisstofnanir eru í húsnæði í eigu bæði banka og fasteignafélaga og hafa úrskurðað um málefni þeirra á meðan þær starfa í leiguhúsnæði í þeirra eigu. Sem eðlilegt er enda engin vanhæfi vandamál sem geta risið af þessu fyrirkomulagi. Nægir að nefna dæmi af landsbyggðinni þar sem margar ríkisstofnanir eru í húsnæði fasteignafélagsins Reita á Akureyri og m.a. RÚV leigir húsnæði á svæðinu.

Samkeppniseftirlitið er í húsnæði í eigu fasteignafélagsins Eikar, sem bankarnir m.a Arion Banki og lífeyrissjóðir eiga hlut í. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað úrskurðað um málefni þessara aðila td. með Ákvörðun 13/2016 og 9/2017.

Slík dæmi um stjórnsýslustofnanir og jafnvel dómsstóla eru mýmörg og skipta engu máli.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242