Fyrirmyndarbúið
Stjórn Auðhumlu svf. hefur á fundi sínum 24. nóvember staðfest, að greitt verður 2% gæðaálag ofan á verðmæti innleggs (fyrir sérstakar gæðagreiðslur,) til þeirra framleiðenda sem standast úttekt um fyrirmyndarbúið. Jafnframt geta framleiðendur sem standast mæld gildi fengið greitt 2% gæðaálag ofan á afurðastöðvarverð (verðlagsgrundvallarverð) fyrir úrvalsmjólk eins og áður, þannig að samtals geta framleiðendur sem standast bæði þessi viðmið fengið greitt um það bil 4% gæðaálag ofan á sitt mjólkurinnlegg. Reglur þessar um fyrirmyndarbúið taka gildi um áramót og gilda greiðslur vegna Fyrirmyndarbúsins frá og með fyrsta þess mánaðar sem úttekt fer fram hjá viðkomandi framleiðanda.
Þeir framleiðendur sem óska úttektar er bent á að hafa samband við Jarle Reiersen dýralækni hjá MS sem annast úttekir.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242