Greiðslur til bænda 10. febrúar 2025
Greiðslur til bænda frá Auðhumlu svf. þann 10. febrúar 2025 geta virst nokkuð óvenjulegar til hluta mjólkurframleiðenda en það skýrist af því að greiðslurnar geta verið samsettar af tveimur liðum eftir því sem tilefni er til. Annars vegar er um að ræða hefðbundið uppgjör á innleggi janúarmánaðar og hins vegar uppgjör vegna útjöfnunar á umframmjólk ársins 2024.
1. Hefðbundið uppgjör janúarmánaðar
Að grunni til eru greiðslurnar nú hefðbundið uppgjör á mjólkurinnleggi janúarmánaðar. Alls var innlögð mjólk janúarmánaðar á landinu öllu 12.798.796 lítrar eða 8,42% af greiðslumarki ársins 2025 sem er 152.000.000 lítrar. Ekki er annað að sjá en að mjólkurframleiðsla ársins fari ljómandi vel af stað.
2. Útjöfnun ársins 2024
Greiðslumark þeirra mjólkurframleiðenda sem ekki nýttu sitt greiðslumark að fullu kemur til útjöfnunar til þeirra mjólkurframleiðenda sem framleiddu umframmjólk á árinu 2024. Þannig koma til útjöfnunar samtals 8.543.180 lítrar á landinu öllu, þar af 7.867.263 lítrar til mjólkurframleiðenda á starfssvæði Auðhumlu svf. Framkvæmd útjöfnunar fer fram samkvæmt 11 gr. reglugerðar 348/2022 (með síðari breytingum) um stuðning í nautgriparækt þar sem segir: „Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prótsentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til“. Af þessari málsgrein leiðir að fyrsta umframmjólkin sem mjólkurframleiðandi leggur inn í afurðastöð kemur fyrst til útjöfnunar. Útjöfnun ársins nemur alls 16,97% sem þýðir að mjólkurframleiðendur sem lögðu inn í afurðastöð allt að 16,97% af mjólk umfram sitt greiðslumark fá það nú greitt fullu afurðastöðvarverði. Alls deilist þessi útjöfnun á 263 mjólkurframleiðendur á landinu öllu.
Eftir að útjöfnun hefur farið fram stendur eftir sem "raunveruleg" umframmjólk ársins 2024 alls 2.178.618 lítrar á landinu öllu sem 70 mjólkurframleiðendur lögðu inn. Á þessum tímapunkti liggur útflutningsuppgjör ársins 2024 ekki fyrir og því hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort unnt verði að greiða einhverjar uppbætur ofan á þegar greitt umframmjólkurverð (85 kr/l.).
___________
Því miður fylgja öllum þessum uppgjörum allnokkur pappír. Bókhaldslega er nauðsynlegt fyrir Auðhumlu svf. að kreditfæra áður greiddar greiðslur vegna umframmjólkur sem nú verður keypt sem mjólk innan greiðslumarks vegna útjöfnunarinnar. Uppgjörsgreiðslan frá Auðhumlu svf. vegna útjöfnunarinnar verður því munurinn á fullu afurðastöðvarverði þess mánaðar sem áður greidd umframmjólk var lögð inn og því umframmjólkurverði sem greitt var fyrir hana á sínum tíma, að teknu tilliti til efnainnhalds mjólkurinnar.
Afreikningar á janúarmjólkinni sem og uppgjör á útjöfnun sem slíkt fá hefur verið sent til ykkar saman í umslagi sem ætti að berast til ykkar með landpósti á næstu dögum. Í sama umslagi verða einnig afurða- og stofnfjármiðar ársins 2024.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242