Hækkun á afurðaverði til mjólkurframleiðenda frá 12. maí 2025
Verðlagsnefnd búvara ákvað á fundi sínum þann 5. maí sl. að hækka lágmarksverð á mjólk til bænda um 1,90% sem skal gilda frá 12. maí 2025. Lágmarksverð 1. flokks mjólkur miðað við grundvallarefnainnihald mjólkur fer því úr 136,93 kr/l. í 139,53 kr/l.
Hækkunin nemur mældri hækkun verðlagsgrundvallar frá desember 2024 til mars 2025. Síðasta verðhækkun til bænda var þann 17. febrúar 2025.
Efnainnihald grundvallarmjólkur sem gildir frá 01. janúar 2025 er 4,23% fita og 3,38% prótein. Grundvallarefnainnihald mjólkur byggist á meðalefnainnihaldi mjólkur síðustu 3 ár á undan.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242