27. nóvember 2007

Haustfundur fulltrúaráðs Auðhumlu

Föstudaginn 23. nóvember síðastliðinn var haldinn haustfundur fulltrúaráðs Auðhumlu að Hótel Loftleiðum. Þema fundarins að þessu sinni var stefnumótun en miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Auðhumlu síðastliðið eitt ár eða svo og því mikilvægt að endurskoða stefnu félagsins.

Hlutverk Auðhumlu er að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurbænda á starfssvæði félagsins og skila þeim ávinningi bæði varðandi afrakstur af mjólkurframleiðslu sinni og ávöxtun fjármuna sem bundnir eru í félaginu.

Þetta þýðir þríþætta meginstarfsemi:

 - Félagsstarfsemi sem miðar að því að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurbænda á starfssvæðinu og skapa þeim hag af innbyrðis samstarfi.

 - Rekstur sem hefur það markmið að hámarka skilaverð og veltu með öflugu markaðs- og þróunarstarfi og skilvirkum rekstri dótturfélaga.

 - Ávöxtun og nýsköpun  tryggir ávöxtun stofnsjóðs auk virkrar fjárfestingarstýringar með mismunandi áhættustigi til að auka arðsemi og dreifa áhættu til framtíðar.

Góðar og miklar umræður urðu um stefnumótun félagsins og voru fulltrúar í meginatriðum sammála þeim stefnudrögum sem stjórn félagsins hafði lagt fram. Nokkuð skiptar skoðunar voru um það á hvaða hátt félagið ætti að skipta sér af áhættufjárfestingum og hvort að eðlilegt væri að skuldsetja félagið umfram núverandi fjármagnsskipan með það fyrir augum að auka arðsemi þess.

Að öðru leyti var mikil samstaða um það að halda áfram á þeirri braut sem stjórn félagsins hefur varðað því til framtíðar.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242