Hefur gefið bílstjórum að borða í 50 ár!
Ragnheiður Guðmundsdóttir, eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð, í Auðsholti 5 í Hrunamannahreppnum var heiðruð af MS Selfossi nýlega fyrir að hafa gefið mjólkurbílstjórum fyrirtækisins að borða í hálfa öld eða frá 1958.
Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri segir að 14 bú á Suðurlandi sjái nú um að fæða mjólkurbílstjóra en enginn hefur sinnt þessari þjónustu jafn lengi og Heiða. Lengst af sá hún um hádegisverð fyrir bílstjórana en hin síðari ár hefur það verið morgunverður. Guðmundur Jóhannsson og Gunnar Friðriksson mjólkurbílstjórar hafa verið hvað lengst í fæði hjá Heiðu en síðustu fimm ár hefur Björn Magnússon notið gestrisni og veitinga í Auðsholti. „Það er alltaf jafn yndislegt að koma til Heiðu, borðin svigna undan kræsingum og við höfum leyst hin ýmsu þjóðfélagsmál í morgunmatnum“, sagði Björn.
Heiða segir það hafa verið forréttindi í sínu lífi að hafa sinnt þessu hlutverki fyrir mjólkurbílstjórana í öll þessi ár, það hafi gefið henni mikið og í rauninni haldið henni gangandi eins og hún orðaði það. „Þetta hafa allt verið yndislegir menn sem hingað hafa komið enda hef ég litið á þá sem hluta af fjölskyldunni minni, svo góða vini og félaga hef ég eignast þessi 50 ár“, sagði Heiða þegar hún tók við þakklætisvotti frá MS fyrir störf sín um leið og hún hættir að sinna starfinu.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242