15. október 2024

Innleiðing á nýju tölvukerfi Auðhumlu svf.

Eins og margir vita hefur staðið til í talsverðan tíma að endurnýja tölvukerfi Auðhumlu svf. sem komið er mjög til ára sinna. Tölvukerfið sem Auðhumla svf. hefur notað um allnokkurn tíma heitir Navision, útgáfa 4 SP3 frá árinu 2006, og hefur það verið takmarkandi þáttur í eðlilegri og nauðsynlegri þróun félagsins, s.s. hvað varðar nútímalega upplýsingagjöf og stafrænar lausnir.

Í kjölfar greiningarvinnu fyrir allnokkru síðan var ákveðið að Auðhumlu samstæðan öll myndi taka upp tölvukerfið Buisness Central (BC) sem er hluti af Microsoft Dynamics 365. Kerfið hefur verið sett upp í áföngum innan samstæðunnar á undanförnum mánuðum og föstudaginn 11. október sl. var fyrsti fasi kerfisins settur upp hjá móðurfélaginu Auðhumlu svf., þ.e. BC 24,5. Innleiðing á þessum fyrsta fasa og yfirfærsla gagna úr gamla Navision gekk vel og notkun þess fer vel af stað.

Helstu þættir í þessum fyrsta fasa kerfisins eru:

  • Fjárhagskerfi
  • Bókhald - bókun sölu- og innkaupareikninga
  • Samþykktarkerfi reikninga
  • Launakerfi
  • Lánakerfi
  • Félagakerfi (stofnsjóðskerfi)

Eftir innleiðingu á þessum fyrsta fasa BC getur Auðhumla svf. nú tekið á móti og sent frá sér rafræna reikninga í gegnum rafræna skeytamiðlun og beinir því til viðskiptavina félagsins að nýta sér þessa nýju lausn.

Annar fasi kerfisins er sérhæfðari og inniheldur afurðakerfi Auðhumlu svf. sem heldur utan um innvigtunarbók, efnamælingar frá Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins (RM) og annað sem snýr að utanumhaldi og uppgjöri við bændur. Bændavefur Auðhumlu svf. verður endursmíðaður samhliða fasa tvö og beintengdur afurðakerfinu ólíkt því sem nú er. 

Vonir standa til að annar fasi BC kerfisins fyrir Auðhumlu svf. verði tilbúinn seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Eftir innleiðingu á fasa tvö verður Auðhumla svf. í stakk búin til að halda utan um og senda frá sér niðurstöður rannsókna á öllum tanksýnum frá mjólkurframleiðendum en ekki bara á vikusýnum líkt og nú er. Mjólkurafreikningar bænda verða auk þess sendir rafrænt eftir þá innleiðingu en ekki á pappír líkt og nú er, auk þess sem bændur og bókarar geta sótt einstaka reikninga inn á "Mínar síður" á heimasíðu Auðhumlu svf. ef nauðsynlegt er.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242