Klaufskurðarbás á Suðurland og Vesturland
Tveir nýir klaufskurðabásar eru komnir til landsins, annars vegar á Suðurland og hins vegar á Vesturland. Kynbótastöð Suðurlands mun reka básinn á Suðurlandi en umsjónarmaður hans verður Guðmundur Skúlason. Á Vesturlandi verður Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri umsjónarmaður bássins þar. Báðar hafa þeir farið á námskeið í klaufskurði í Danmörku.
Það er viðurkennd staðreynd að illa hirtar klaufir og fótamein hafa verulega neikvæð áhrif á líðan kúa og þar með nyt og frjósemi. Það eru því miklar vonir bundnar við básanna.
Föstudaginn 9. nóvember frá kl. 13:00 til 16:00 verður klaufskurðarbás Kynbótastöðvar Suðurlands sýndur á Tilraunabúinu Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Það verða hjónin og klaufskurðameistararnir Bent og Jonna Frandsen frá Danmörku sem munu sýna verklag sitt og handbragð. Allir áhugasamir eru velkomnir á Stóra Ármót þennan dag.
Á myndinni má sjá Guðmundur Skúlason á Selfossi við nýja klaufskurðabás Kynbótastöðvar Suðurlands.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242