Mjólkurinnvigtun aldrei meiri
Innvigtun mjólkur vikuna 11-17. maí var 2.680.905 lítrar og hefur aldrei verið skráð hærri í einni viku.
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf hafa safnað upplýsingum um vikulega innvigtun mjólkur frá ársbyrjun 2003. Innvigtun síðustu viku var meiri en nokkra aðra viku allt frá upphafi skráninga. Eldra metið var frá árinu 2007, en mesta vikulega innvigtun það ár var um 30 þúsund lítrum lægri.
Vikuleg innvigtun mjólkur hefur verið mest fyrri hluta maí síðustu fjögur ár og því má búast við minnkandi innvigtun næstu vikurnar.
Upplýsingar um vikulega innvigtun á pdf formi má nálgast hér.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242