19. október 2007

Mjólkursamsalan fagnar dómi héraðsdóms

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, 18. október 2007,  ber forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem hófst með húsleit í höfuðstöðvum Mjólkursamsölunnar 5. júní síðastliðinn, „vegna þess að hann hafi sjálfur látið í ljósi neikvæð viðhorf til stefnenda sem eru til þess fallin að draga megi óhlutdrægni hans í efa,” eins og segir í dómnum.

Mjólkursamsalan ehf., Auðhumla svf. og Osta- og smjörsalalan byggðu kröfu sína á því að Samkeppniseftirlitið væri vanhæft til rannsóknar og annarrar meðferðar málsins, þar sem opinberlega hafi komið fram skoðanir starfsmanna Samkeppniseftirlitsins á starfsemi stefnenda og meintu broti þeirra. Dómurinn taldi hins vegar ekki að „draga megi með réttu óhlutdrægni annarra starfsmanna stefnda í efa.”

Dómur Héraðsdóms er Mjólkursamsölunni fagnaðarefni, enda er þar fallist á það sjónarmið fyrirtækjanna að ummæli forstjóra Samkeppniseftirlitsins geri hann vanhæfan til að fjalla um málið á óhlutdrægan hátt.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242