Mjólkuruppgjör vegna ársins 2019
Mjólkuruppgjör vegna ársins 2019 liggur nú fyrir. Heildarframleiðsla ársins 2019 nam 151,8 milljónum lítra og til útjöfnunar á félagssvæði Auðhumlu komu 5,1 milljón lítra.
Til upplýsingar: Uppgjör og útborgun fór fram 10. febrúar og bókast uppgjörið fjárhagslega pr. 30. janúar 2020.
Fyrir mistök þá prentaðist ekki út hjá okkur afreikningurinn fyrir endurkeyptum lítrum á fullu verði en við höfum póstlagt þau skjöl, sem berast munu framleiðendum, vonandi sem fyrst.
Allar frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra.
Til frekari upplýsinga:
Uppgjörið er unnið með sama hætti og undanfarin ár.
Atvinnuvegaráðuneytið sendir skrá yfir útjöfnun þar sem útjöfnun hvers og eins framleiðenda er tilgreind.
Auðhumla endurkaupir þá lítra sem hver og einn fékk í sinn hlut með eftirfarandi hætti:
1) Bakfærðir eru fyrstu lítrar sem keyptir eru á umframmjólkurverði og í flestum tilfellum eru bakfærðir fleiri lítrar en sem nemur útjöfnun.
2) Kaup 1: Keyptir eru á fullu verði þeir lítrar sem viðkomandi færí sinn hlut í útjöfnun
3) Kaup 2: Keyptir eru að nýju þeir lítrar sem eftir standa vegna bakfærslunnar, á umframmjólkurverði.
Þannig hafa verið endurkeyptir jafnmargir lítrar og voru bakfærðir nema að X margir lítrar (sem nemur útjöfnuninni sem viðkomandi framleiðandi fékk í sinn hlut) hafa verið keyptir á fullu verði í stað verðs fyrir mjólk umfram greiðslumark.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242