11. febrúar 2009

MS- Nýr forstjóri

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., hefur verið ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar ehf. frá og með 1. apríl nk.  og tekur hann við starfinu af Magnúsi Ólafssyni, sem að undanförnu hefur bæði  gegnt störfum forstjóra MS og Auðhumlu svf., móðurfélags MS. Magnús starfar áfram sem forstjóri Auðhumlu svf.
Þeir munu starfa saman frá 1. apríl til 1. maí er Einar tekur alfarið við sem forstjóri MS. Fráfarandi forstjóri mun verða Einari innan handar um sinn eftir 1. maí. 
 
Einar Sigurðsson er með víðtæka menntun á sviði stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði og stjórnunar. Hann er kunnur af störfum sínum við marga fjölmiðla en hann starfaði einnig á annan áratug hjá Flugleiðum. 

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242