Nýjasta tölublað Sveitapóstsins er komið út
Út er komið 10. tölublað Sveitapóstsins. Í þetta sinn fjallar Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu um fulltrúaráðsfundinn sem haldinn var þann 27. september síðastliðinn. Á fundinum voru m.a. kynntar tillögur um breytt skipulag framleiðslu á vegum Mjólkukrsamsölunnar.
Í Sveitapóstinum eru einnig fréttir af breytingum á mjólkurflutningum hjá MS Selfossi og að MS Akureyri hafið verið að taka í notkun nýjan tækjabúnað til að vinna prótein úr mysu.
Hér til hliðar getur þú nálgast nýjasta Sveitapóstinn en á þessari síðu má nálgast eintök af eldri tölublöðum.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242