Nýr framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.
Stjórn Auðhumlu svf. hefur ráðið Garðar Eiríksson til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins frá 1. janúar 2016. Garðar var ráðinn 1. janúar 1996 sem skrifstofu- og fjármálastjóri Mjólkurbús Flóamanna og hefur því starfað í 20 ár hjá Auðhumlu, MS og forverum þeirra. Garðar er giftur Önnu Vilhjálmsdóttur textilkennara hjá Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkeyrar.
Auðhumla svf. er samvinnufélag mjólkurframleiðenda og móðurfélag MS.
Allar nánari upplýsingar gefur Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu svf. í síma 897 6268
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242