2. september 2024

Nýr framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf.

Guðjón Auðunsson, fyrrum forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf. (ÍSEY). Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Megin verkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna ÍSEY hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vörur og vörumerkið "ÍSEY". Vörur ÍSEY eru nútímalegar skyrafurðir aldargamalla íslenskra hefða sem eiga erindi til neytenda hvar sem er í heiminum.

ÍSEY er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utanum erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. ÍSEY er í eigu Auðhumlu svf. (80%) og KS (20%).

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242