Opið fjós að Mýrum 3 - fimmtudaginn 17. apríl 2008
Opið fjós að Mýrum 3
Fimmtudaginn 17. apríl nk. er opið fjós kl. 13 – 17 að
Mýrum 3, Heggstaðanesi, 531 Hvammstanga.
Allir velkomnir!
Klæðnaður við hæfi og munið eftir fjósalyktinni!
Fjósið er fyrir 70 mjólkurkýr auk geldneyta.
Það var tekið í notkun 19. ágúst sl. og byggt við eldra fjós frá 1988.
Framkvæmdir hófust sumarið 2006.
Húsið er stálgrindahús á steyptum mykjukjallara.
Stálgrind og klæðning er frá Stálbæ.
Þann 6. des var DeLaval mjaltaþjónn frá Vélaveri gangsettur.
Fóðrað er með heilfóðurvagni og síðar stefnt á að fá fóðurkerfi.
Gólfbitar, innréttingar og básadýnur eru frá Líflandi. Einnig fóður.
Gluggar, loftræsting, lýsing og básadýnur fyrir geld kýr eru frá Landstólpa.
Hönnuður er Ívar Ragnarsson.
Fulltrúar frá eftirtöldum aðilum verða á staðnum:
Vélaveri
Líflandi
Landstólpa
Vonumst til að sjá sem flesta,
Kær kveðja,
Karl og Valgerður
Mýrum 3
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242