27. maí 2008

Reglur um stuðning við deildir Auðhumlu

Það er stefna Auðhumlu að styrkja starfsemi félagsdeildanna sem er grunnurinn að starfsemi félagsins. Öflugt grasrótarstarf heima í deildum styrkir Auðhumlu í þeim anda samþykkti stjórn Auðhumlu eftirfarandi reglur um fjárhagslegan stuðning við félagsdeildir Auðhumlu á stjórnarfundi félagsins þann 21. maí síðastliðinn:

Reglur um stuðning við félagsdeildir Auðhumlu

Félagsdeildir Auðhumlu eiga rétt á fjárhagslegum stuðningi til að efla félagslegt starf deildanna. Markmiðið með stuðningi þessum er að efla deildirnar og það grasrótarstarf sem þar er unnið á vegum Auðhumlu. Eftirfarandi reglur gilda um stuðning þennan.
  1. Félagsdeildir Auðhumlu geta sótt um fjárhagslegan stuðning við starfsemi sína einu sinni á hverju almanaksári.

  2. Stuðningurinn er 5.000 kr fyrir hvert innleggsnúmer í viðkomandi deild eins og það er á þeim tíma sem styrkurinn er veittur.

  3. Styrkveiting þessi er skilyrt því að styrkurinn verði notaður til að efla félagslegt starf í deildum Auðhumlu. Nánari útfærsla og nýting á styrknum er í höndum deildarstjóra hverrar deildar.

  4. Þá er sett það skilyrði að hver og ein deild sem fær fjárhagslegan stuðning sendi Auðhumlu stutta skýrslu um það hvernig fjármurnir voru nýttir.

  5. Það er skilyrði fyrir því að geta fengið stuðning að nýju að slík skýrsla liggi fyrir og að ekki sé verið að safna þessum peningum í sjóð hjá vikomandi heldur að þeir séu nýttir til félagsstarfsins á hverju ári.

  6. Umsjón með styrkveitingum er í höndum Gunnars Jónssonar, sími 569 2205 og netfang gunnarj@ms.is skrifstofustjóra Auðhumlu svf.
  
F.h. stjórnar Auðhumlu svf
Guðbrandur Sigurðsson 

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242