Skuggaleg Skjalda
Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL) og Tölvu-og rafeindaþjónusta Suðurlands (TRS) stóðu fyrir ljósmyndasamkeppni í sumar þar sem eina skilyrðið var að myndefni tengdist landbúnaði. Alls bárust um 70 myndir í keppnina.
Starfsmenn Búnaðarsambandsins og TRS kusu 10 myndir til birtingar á vefnum þar sem notendur www.bssl.is gátu síðan valið þá mynd sem þeim fannst best.
Úrslitin voru nýlega gerð kunn en fyrstu verðlaun hlaut Jóhanna S. Hannesdóttir í Stóru-Sandvík fyrir myndina "Skuggaleg Skjalda". Í öðru sæti lenti Magnús Hlynur Hreiðarsson á Selfossi og í þriðja sæti Jónas Erlendsson í Fagradal. Verðlaun voru gefin af BSSL og TRS þannig að TRS gaf Canon PowerShot G7 myndavél í 1. sætið og 500 Gb utanáliggjandi harðan disk í annað sætið en BSSL gaf Lowepro myndavélarbakpoka í þriðja sætið.
Verðlaunamyndin í ljósmyndakeppni BSSL og TRS á Selfossi, “Skuggaleg Skjalda”, sem Jóhanna S. Hannesdóttir í Stóru Sandvík í Árborg tók.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242