Starfsmannabreytingar í teymi gæðaráðgjafa Auðhumlu svf.
Nú um áramótin verða starfsmannabreytingar í teymi gæðaráðgjafa Auðhumlu svf. Steinþór Guðjónsson mjólkurfræðingur, sem verið hefur gæðaráðgjafi hjá Auðhumlu svf. síðan í september 2022, hættir störfum og fer aftur að starfa við sitt fag hjá MS á Selfossi.
Í hans stað hefur verið ráðinn Ásgeir Hrafn Símonarson. Ásgeir er að mestu uppalinn í Flóanum og á Selfossi. Hann er fimmtugur að aldri, er iðnmenntaður og hefur unnið ýmis landbúnaðarstörf í gegnum tíðina, þ.m.t. á kúabúum. Þá hefur hann unnið við iðngrein sína og komið að ýmsum byggingarframkvæmdum á Selfossi og í sunnlenskum sveitum. Ásgeir kemur því með fjölbreytta starfsreynslu inn í teymið. Frá miðjum nóvember sl. hefur hann verið í læri hjá Steinþóri og Sigurði Grétarssyni og mun áfram starfa undir handleiðslu Sigurðar þar sem þeir deila saman skrifstofuaðstöðu í húsi Auðhumlu svf. á Selfossi.
Um leið og Ásgeir er boðinn velkominn til starfa eru Steinþóri þökkuð störfin fyrir Auðhumlu svf. undanfarin ár og óskað velfarnaðar í störfum sínum fyrir MS.
Ásgeir tekur við því símanúmeri sem Steinþór hafði áður hjá Auðhumlu; 836-4770
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242

