1. nóvember 2007

Sunnlenskir kúabændur í nautgriparæktarferð til Hollands

Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir nautgriparæktarferð til Hollands dagana 29. mars til 3. apríl 2008 í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins.

Skipulag ferðarinnar miðar að því að þátttakendur nái að upplifa og sjá eins mikið af hollenskri nautgriparækt og mögulegt er á þeim tíma sem ferðin varir auk þess að kynnast Hollandi, menningu þess og sögu. Á dagskrá er heimsókn á þrjú kúabú auk tilraunafjósanna í Waiboerhoeve (Wageningen). Þá verður eitt holdanautabú sótt heim. Mjaltatækni verður einnig sinnt m.a. með heimsókn í Lely-verksmiðjurnar. Þá verða höfuðstöðvar Holland Genetics í Arnhem skoðaðar en fyrirtækið er eitt af stærstu kynbótastöðvum heims.

“Við bindum miklar vonir við þessa ferð enda margt að skoða í Hollandi. Við stefnum á að fara með 35-40 manna hóp”, sagði Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.

Enn eru laus sæti í ferðina en skráningarfrestur rennur út 15. nóvember á skrifstofu Búnaðarsambandsins í síma 480-1800.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242