6. janúar 2026

Til gamans í upphafi ársins 2026

Gleðilegt nýtt ár 2026!

Í upphafi nýs árs birtum við til gamans pistil um Meðferð mjólkur sem skrifaður var í "Handbók fyrir bændur" sem gefin var út fyrir 100 árum síðan eða árið 1926. Trúlega var þetta fyrsta árið sem Handbók bænda var gefin út hér á landi. Útgefendur þessarar handbókar voru Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson og Þórir Guðmundsson og bókin var prentuð í Prentsmiðjunni Acta hf. í Reykjavík. Undir pistilinn ritar höfundur upphafsstafi sína A.F. en því miður fylgir bókinni ekki höfundaskrá og því liggur ekki fyrir hver höfundur pistilsins er. 

Þó 100 ár séu liðin frá því að þessi texti var birtur er gaman og fróðlegt að sjá að menn voru þarna búnir að átta sig á því hvað hreinlæti við mjaltir og kæling mjólkurinnar skiptir gríðarlega miklu máli, eitthvað sem svo sannarlega á enn við í dag. Í raun er niðurlag greinarinnar ennþá í fullu gildi þessum 100 árum síðar - og verður væntanlega alla tíð:

"Undirstaðan fyrir því að hafa góða mjólk, fá gott smjör, gott skyr og góða osta er sameiginleg fyrir þetta allt. Það er gott fóður, gott atlæti, góð hirðing, hreinlæti, bæði með skepnur, fjós og mjaltir og vandleg kæling, ef mjólkin á að geymast. Það verður ekki hægt að framleiða góðar mjólkurafurðir, ef ábótavant er í einhverju þessu."

Til enn meira gamans og til að setja þennan texta í samhengi við það tæknistig sem bændu bjuggu við á þessum tíma er í þessari sömu handbók birt auglýsing um bestu sláttuvélina á markaðnum á þessum tíma:

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Ásgeir Símonarson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242