9. febrúar 2024

Útflutningsuppgjör 2023

Þegar stjórn Auðhumlu svf. hefur tekið ákvörðun um greiðslur fyrir umframmjólk á hverjum tíma hefur skýrt komið fram að uppgefið verð á umframmjólk muni ekki lækka á yfirstandandi verðlagsári og að uppbætur verði greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram – ef forsendur verði til þess.

Á stjórnarfundi 08. febrúar 2024 var farið yfir útflutningsuppgjör ársins 2023 þar sem fram kom að útreiknað skilaverð til bænda sé 89,4 kr. á lítra. Í kjölfarið ákvað stjórn Auðhumlu svf. að raunveruleg umframmjólk ársins 2023, þ.e. eftir að útjöfnun hefur farið fram, skuli gerð upp á 90 kr. á lítra.

Umframmjólkurverð í janúar 2023 var 100 kr/l. sem þýðir að þeir mjólkurframleiðendur sem framleiddu umframmjólk í þeim mánuði eru að fullu uppgerðir hjá Auðhumlu svf. og engar frekari uppbætur koma á þá umframmjólk.

Umframmjólkurverð frá 1. feb. til 31. maí var 75 kr/l. sem þýðir að þeir mjólkurframleiðendur sem framleiddu umframmjólk á þessum tíma fá nú greiddar 15 kr/l. í uppbætur.

Umframmjólkurverð frá 1. júní til 31. desember var 85 kr/l. sem þýðir að þeir mjólkurframleiðendur sem framleiddu umframmjólk á þessum tíma fá nú greiddar 5 kr/l í uppbætur.

Á það ber þó að líta að við greiðslur á umframmjólk er tekið tillit til efnainnihalds hennar og gæðamælinga líkt og hefðbundið er.

Raunveruleg umframmjólk ársins 2023 eftir að útjöfnun hefur farið fram er 2.101.557 lítrar á starfssvæði Auðhumlu svf. Af þessum lítrum voru 46.273 lítrar framleiddir í janúar af framleiðendum sem höfðu selt frá sér allt sitt greiðslumark á síðasta kvótamarkaði ársins 2022 en lögðu inn sína síðustu lítra eitthvað fram á árið 2023. Það þýðir að uppbætur skv. ofangreindu verða nú greiddar á 2.055.284 umframmjólkurlítra og dreifast greiðslurnar á 78 mjólkurframleiðendur.

Uppbótagreiðslur umframmjólkur verða greiddar samhliða uppgjöri janúarmánaðar þann 12. febrúar.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242